Jólaundirbúningur í Óbyggðasetri Íslands
Helgina 28. til 29. nóvember
Frá kl. 11:00 til 18:00

FÖNDUR VEITINGAR MYNDATAKA TÓNLIST

Upplifðu gamla jólaandann í notalegu umhverfi með klassískum jólalögum, jólasögum, föndri og bakkelsi.

FÖNDUR
Í baðstofunni getur fjölskyldan föndrað jólaskraut og jólakort undir leiðsögn Ágústu Karlsdóttur handavinnukennara. Ódýrir föndurpakkar í boði.

JÓLAMYNDATAKA
í einstöku umhverfi á 19.900.- Hægt er að velja um inni eða útimyndatöku í gamaldags umhverfi. Brugðið verður á leik með gamla muni.
Nánari upplýsingar og skráning á [email protected]

HÁDEGISMATSEÐILL frá 12:00 til 14:00.
Laugardagur: Súpa og heimabakað brauð
Sunnudagur: Sunnudagslæri að hætti ömmu, ís og ávextir

AÐVENTUKAFFI frá 14:00 til 18:00
Girnilegar kaffiveitingar í eldhúsi húsfreyjunnar.

PANTANIR
í hádegisverði og jólamyndatöku fyrir kl. 18.00 föstudaginn 27. nóvember
í netfangið; [email protected] eða í síma 440 8822.