Jólaundirbúningur í Óbyggðasetri Íslands
Helgina 28. til 29. nóvember
Frá kl. 11:00 til 18:00

FÖNDUR VEITINGAR MYNDATAKA TÓNLIST

Upplifðu gamla jólaandann í notalegu umhverfi með klassískum jólalögum, jólasögum, föndri og bakkelsi.

FÖNDUR
Í baðstofunni getur fjölskyldan föndrað jólaskraut og jólakort undir leiðsögn Ágústu Karlsdóttur handavinnukennara. Ódýrir föndurpakkar í boði.

JÓLAMYNDATAKA
í einstöku umhverfi á 19.900.- Hægt er að velja um inni eða útimyndatöku í gamaldags umhverfi. Brugðið verður á leik með gamla muni.
Nánari upplýsingar og skráning á info@wilderness.is

HÁDEGISMATSEÐILL frá 12:00 til 14:00.
Laugardagur: Súpa og heimabakað brauð
Sunnudagur: Sunnudagslæri að hætti ömmu, ís og ávextir

AÐVENTUKAFFI frá 14:00 til 18:00
Girnilegar kaffiveitingar í eldhúsi húsfreyjunnar.

PANTANIR
í hádegisverði og jólamyndatöku fyrir kl. 18.00 föstudaginn 27. nóvember
í netfangið; info@wilderness.is eða í síma 440 8822.

Join our mailing list for special offers and news updates.

Join our mailing list to receive the latest news and updates from Center

You have Successfully Subscribed!

Pin It on Pinterest