Fjallahjólaleiga
Fyrir þá sem kjósa hjólhest fram yfir reiðhest þá höfum við nokkur fjallahjól til leigu. Að ferðast um á hjólum er frábær leið til þess að njóta náttúrunnar og víðernisins á svæðinu, hvort sem þú ferð um gamla slóða í friðsælum dalnum eða eltir kindagötur uppi á hálendinu.
Fyrir næturgesti okkar er leigan að kostnaðarlausu. Leigutíminn er frá 09:00 – 17:00 hvern dag.
Dagsleiga (fullorðnir) fyrir 1 hjól 6.200 kr.
Dagsleiga (börn) fyrir 1 hjól 4.100 kr.
Lengri leigutími fyrir 1 hjól (til miðnættis) 1.000 kr.
Hjálmur er innifalinn í leiguverði.
Skilja þarf eftir kreditkortanúmer fyrir tryggingu.
Loading…