Óbyggðasetur Íslands

Óyggðasetrið er einstakur og friðsæll staður. Staðsett á innsta bænum í Fljótsdal, á brún stærstu óbyggða Norður Evrópu. Á Óbyggðarsetrinu má upplifa anda fortíðarinnar í fjölbreyttri þjónustu staðarins: hér er einstakur gististaður, heimagerður matur, sýningar, hestaferðir og gönguferðir, dagsferðir, hvataferðir og viðburðir.

Um leið og gestir leggja bílum sínum og ganga yfir gamla trébrú hjá Óbyggðarsetrinu, stíga þeir inn í ævintýri fortíðar. Hvert smáatriði er hannað til að láta gestina upplifa að þeir taki þátt í þessu ævintýri. Byggingar, innanstokksmunir, matur, starfsemi og vélar gegna allt mikilvægu hlutverki í þessari reynslu.

Gistingin er í húsnæði sem hefur verið endurunnið í upprunalegum stíl. Við gerum allan okkar mat í gamla eldhúsinu fyrir framan gesti okkar og áherslan er á staðbundin hráefni. Við elskum líka að deila ástríðu okkar fyrir íslenska hestinum með gestum okkar. Hvort sem er á göngu eða á hestbaki þá tökum við gesti okkar meðfram Jökulsá í Fljótsdal sem státar af 15 stórkostlegum fossum – það er engin önnur á á Íslandi sem hefur eins og marga fossa – á einum stað við ána fær fólk tækifæri til að toga sig yfir Jökulsá í hefðbundnum kláf. Einnig bera allar okkar ferðir snert af frásagnahefð í anda Íslendingasagnanna.  

[email protected]

N64 57.874 W15 09.199