Baðhús og heit laug

Í Óbyggðasetrinu geta gestirnir notið þess að liggja í heitri laug með fallegu útsýni um dalinn. Laugin er frábær staður til að slappa af undir stjörnubjörtum vetrar himni eða í miðnætursólinni að sumri.

Í baðhúsinu er svo hægt að eiga notalega stund í sauna herberginu eða slaka á í slökunarrýminu, í hengirúmum eða sætum og hlusta á snarkið í eldinum í kamínunni sem yljar upp herbergið.